Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1370346304.46

  Fjögurra handa tannlækningar 2
  FHTB3FR05(FÁ)
  1
  Fjögurra handa tannlækningar, framhald og þjálfun
  Framhaldsþjálfun í fjögurra handa tannlækningum
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er lögð áhersla á þjálfun hvers nemanda við fjögurra handa vinnu. Unnið er við gervihöfuð og áhersla lögð á faglegt vinnuferli. Lögð er áhersla á vinnu við tannhreinsanir, flúorlakkanir ásamt hverskonar meðferð í munni. Nemendur fá þjálfun í raunhæfu umhverfi með nemum í tannlækningum sem og á tannlæknastofum sem eru heimsóttar.
  Allt bóklegt nám tanntækna ásamt fyrri áfanga í fjögurra handa tannlækningum FHTA2GÞ04
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • ferli mismunandi aðgerða
  • góðum undirbúningi og réttrir efnismeðhöndlun
  • hvað felst í góðu vinnuferli
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • hafa yfirsýn yfir vinnuferli og láta það ganga fljótt og vel
  • undirbúa aðgerðarstofu fyrir mismunandi aðgerðir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna fjögurra handa tannlækningar hnökralaust við mismunandi aðgerðir
  • auka öryggi þjónustuþega og stytta meðhöndlunartíma
  • nýta sér þekkingu og leikni í raunhæfu umhverfi og geta tengt fræðilega þekkingu um áhalda og efnisfræði við fjögurra handa vinnu
  Verklegt og munnlegt próf, símat.