Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1370002297.89

  Umsjón og aðhald
  UMSJ1PT01
  2
  Umsjón, persónuleg tengsl
  Persónuleg tengsl, aðhald, réttindi og skyldur
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Í áfanganum er verið að treysta persónuleg tengsl nemenda við kennara og nám- og starfsráðgjafa. Farið verður yfir réttindi og skyldur nemenda á framhaldsskólabraut og kynnt fyrir nemendum hvar vænta megi aðstoðar og úrlausna ef eitthvað kemur uppá. Sérstök áhersla á að byggja upp traust á milli nemenda og umsjónarkennara og nemenda og náms- og starfsráðgjafa.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • að umsjónarkennari er trúnaðarmaður nemenda í skólanum auk náms- og starfsráðgjafa
  • að einkaviðtöl og hópfundir á milli nemenda og kennara/náms- og starfsráðgjafa treysta persónuleg tengsl
  • hvar hægt er að fá aðstoð innan skólans
  • réttindum og skyldum nemenda í framhaldsskóla
  • umsjón og aðhaldi skólans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • tjá sig við umsjónarkennara/náms- og starfsráðgjafa
  • kunna skil á réttindum sínum og skyldum sem nemandi
  • mæta í skólann og skila verkefnum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera sér grein fyrir að hægt er að leita sér aðstoðar ef með þarf
  • skilja að umsjónarkennari og náms- og starfsráðgjafi eru til staðar fyrir nemendur
  • gera sér grein fyrir að góð ástundun er undirbúningur fyrir nám- og störf í framtíðinni
  • gera sér grein fyrir að aðhald og umsjón er til að styðja við ástundun og framfarir í námi
  Einstaklingsmiðað námsmat