Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1369818184.99

    Heilsa, fjármál og forvarnir
    HLSE1FF03
    1
    heilsuefling
    Heilsuefling, fjármálalæsi, forvarnir
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Heilbrigður lífsstíll og áhrif lifnaðarhátta á heilsufar svo sem mataræði, hreinlæti, hreyfing, geðrækt, svefnvenjur, skynsemi í fjármálum, kynheilbrigði og tölvunotkun. Fræðsla og forvarnir tengdar sjúkdómum og slysum og áhættuhegðun. Verkefni tengd ábyrgðri hegðun á fullorðinsárunum svo sem foreldrahlutverkinu og fjármálafærni. Nemendur skoða lífssýn sína og gildi. Verkefni miða að því að nemendur búi sig undir að taka ábyrgð á eigin lífi og verða meðvitaðir um ábyrgð sína sem samfélagsmeðlimir.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hvað heilbrigður lífsstíll er og áhrif lifnaðarhátta á heilsufar. Þættir sem m.a. er farið í eru mataræði, hreyfing, geðrækt, hreinlæti, svefnvenjur, skynsemi í fjármálum, kynheilbrigði og tölvunotkun.
    • Fræðslu og forvörnum tengdum sjúkdómum, slysum og áhættuhegðun.
    • Skyldu og ábyrgð sem fylgi fullorðinsárunum svo sem foreldrahlutverkinu og fjármálafærni.
    • Eigin lífssýn og gildi og áhrif hegðunar sinnar og lífsstíls á líðan og heilbrigði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Í að taka ábyrgð á eigin lífi og efla ábyrgð sína sem samfélagsmeðlimur.
    • Meta umhverfi sitt og sína eigin hegðun út frá heilsueflandi sjónarmiðum og áhrifum á líf, líðan og heilsu sína.
    • Meta umhverfi og aðstæður út frá forvarnarsjónarmiðum tengdum slysum og sjúkdómum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Horfa gagnrýnum augum á eigin hegðun og lífsstíl og tileinka sér heilbrigða lifnaðarhætti.
    • Fara inn í fullorðinsárin meðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir.
    • Geta greint áhættuþætti í umhverfi sínu sem geta valdið skaða svo sem slysahættu og afleiðingar af áhættuhegðun.
    Símatsáfangi. Áhersla lögð á einstaklingsbundið náms- og leiðsagnarmat. Frumþættir eru verkefnavinna, ástundun, frumkvæði, þátttaka og framfarir. Helstu matsþættir eru þó eftirfarandi: Safnmappa, dagbók (ákveðin þemu er tekin fyrir s.s næring, hreyfing, svefn, geðrækt, fjármál og tölvunotkun), þátttaka í málstofum og umræðum í kennslustundum og mæting. Mikil áhersla er lögð á tjáningu nemenda og framkomu í umræðutímum og málstofum. Þekking og skilningur á námsefninu metinn út frá könnun svo sem gagnaprófi eða lokaverkefni.