Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1368190141.92

  Áhalda- og efnisfræði 2
  ÁEFR3BA03(FÁ)
  1
  Áhalda- og efnisfræði
  Barnatannlækningar, munn- og kjálkaskurðlækningar, sérhæfð verkfæri, tannvegslækningar og tannréttingar
  Samþykkt af skóla
  3
  3
  Í áfanganum er farið yfir heiti á algengustu verkfærum og tækjum sem notuð eru á sérhæfðum tannlæknastofum. Fjallað er um hvernig hand- og vinkilstykki virka við sérhæfðar aðgerðir og hvernig viðhaldi er best háttað á þessum tækjum. Verkfærin eru skoðuð eftir viðfangsefnum ásamt efnum sem eru notuð í hvert skipti til dæmis við barnatannlækningar, munn- og kjálkaskurðlækningar, tannvegslækningar og tannréttingar
  Allt bóklegt nám tanntækna ásamt ÁEFR2TF03
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • verkfærum sem notuð eru við barnatannlækningar, munn og kjálkaskurðlækningar, tannvegslækningar og tannréttingar
  • efnum sem notuð eru við sérhæfðar aðgerðir
  • virkni og mismun á sérhæfðum hand- og vinkilstykkjum ásamt viðhaldi á þeim
  • tækjum sem notuð eru á sérhæfðum tannlæknastofum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meðhöndla efni og verkfæri sem notuð eru við barnatannlækningar, munn og kjálkaskurðlækningar, tannvegslækningar og tannréttingar á réttan hátt
  • meðhöndla tæki sem notuð eru á sérhæfðum tannlæknastofum og geta annast almennt viðhald á þeim
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka til efni og verkfæri í samræmi við þarfir við barnatannlækningar, munn og kjálkaskurðlækningar, tannvegslækningar og tannréttingar
  • meðhöndla tæki, verkfæri og efni sem notuð eru við sérhæfðar aðgerðir af öryggi og fagmennsku
  • ganga frá sérhæfðum efnum og tækjum á viðeigandi hátt ásamt því að annast almennt viðhald á tækjunum
  • meðhöndla sérhæfð efni og tæki til þess að sem minnst fari til spillis
  Verkefni, símat og lokapróf