Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1368181864.93

    Líffæra- og lífeðlisfræði höfuðs fyrir tanntækna
    LÍOL3TT04(FÁ)
    1
    líffæra og lífeðlisfræði
    Líffæra- og lífeðlisfræði höfuðs
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    Í áfanganum er fjallað um bein og liði höfuðs, vöðva munnhols, andlits- og tyggivöðva og munnslímu. Fjallað er um munnvatnskirtla og munnvatn, tungu, bragðlauka og bragðskyn ásamt taugum, eitlum og blóðrásakerfi munnhols. Gerð er grein fyrir sársaukaskyni. Fjallað er um greiningu tanna út frá formi.
    NÁTT1EE05,TAMS3TT05, LÍOL2GR05 og LÍOL2FR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • líffærafræði höfuðs, sérstaklega með tilliti til munnhols
    • beinum og liðum höfuðs
    • vöðvum og taugum í höfði
    • munnholi almennt
    • munnvatnskirtlum
    • sársaukaskyni
    • heiti og formi tanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera grein fyrir byggingu höfuðs og tanna
    • greina tennur út frá formi
    • geta útskýrt lífeðlisfræði sársauka
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja undirstöðuþekkingu í líffærafræði höfuðs við daglegt líf
    • tengja þekkingu á heilbrigðu munnholi við orsakir og afleiðingar sjúkdóma í munnholi
    • geta beitt þekkingu um sársaukaskyn til að létta þjónustuþega heimsókn til tannlæknis
    • taka ábyrgð á eigin munnheilsu
    • afla sér frekari þekkingar á svið líffærafræði höfuðs
    Verkefni, verklegt próf í greiningu tanna, lokapróf.