Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1368024539.27

  Skráning og spjaldskrárgerð fyrir tanntækna
  SKRÁ2TT05(FÁ)
  1
  Skráning og spjaldskrárgerð fyrir tanntækna
  Sjúkraskrár, dagbók, gjaldskrá, rafræn skráning, samskipti, áætlanir, þagnarskylda
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Fjallað er um heiti tanna og flata, íðorð og skammstafanir. Farið er í notkun dagbóka og tímastjórnun bæði í skriflegu formi og rafrænu. Í áfanganum er fjallað um fagleg samskipti á vinnustað og símsvörun þjálfuð. Fjallað er um sjúkraskrár, tannkort, skráningu á almennum upplýsingum, heilsufarslegum upplýsingum, tannstatus og skráningu á meðferð sem og meðhöndlun upplýsinga. Fjallað er um gerð kostnaðaráætlana, meðferðaáætlana, skráningu á pokamælingum og skráningu vegna endurgreiðslna. Gerð er grein fyrir notkun gjaldskrár, upplýsingaskyldu og sérhæfð tölvuforrit eru kynnt.
  HBFR1HH05, áfanginn er tekinn samhliða TAMS3TT05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi skráningar á munn- og tannheilsu
  • mismunandi skráningarkerfum sem notuð eru á tannlæknastofum
  • meðferð og geymslu sjúkraskráa
  • tímaskipulagi
  • símsvörun
  • gerð ýmissa áætlana svo sem kostnaðaráætlana og meðferðaráætlana
  • mismunandi tölvuskráningarforritum sem notuð eru á tannlæknastofum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • færa inn upplýsingar í sjúkraskrár
  • skipuleggja tímaáætlun tannlæknastofunnar
  • nota gjaldskrá og gefa út reikninga vegna endurgreiðslu
  • nota mismunandi skráningarkerfi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sjá um móttöku, símsvörun og tímapantanir á tannlæknastofum
  • skipuleggja sjúkraskrár og sjá um skráningu í þær
  • sjá um rafræna skráningu á tannlæknastofum af fagmennsku
  • geta sjálfur lagt gagnrýnið mat á skráningar á tannlæknastofum
  • geta nýtt sér þekkingu á sjúkraskrám í raunhæfu umhverfi
  Einstaklingsverkefni, hópverkefni, tölvuverkefni, símat, lokapróf