Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1366896971.28

  Markviss starfs- og vinnustaðakynning 2
  MASK2SV07
  2
  Markviss starfskynning
  starfs- og vinnustaðakynning nýsköpunar- og listabrautar
  Samþykkt af skóla
  2
  7
  Í þessum áfanga eru nemendur á skipulagðan hátt látnir kynnast starfsumhverfi og atvinnulífi skapandi greina s.s. hönnun, margmiðlun, kvikmyndagerð, sjónvarpi, fjölmiðlum og menningastofnunum, ásamt iðngreinum, ferða- og þjónustugreinum þar sem nýsköpun og hönnun á sér stað. Markmiðið er nemendur geti gert sér grein fyrir starfsumhverfi þessara greina og möguleikum til starfa og framhaldsnáms á þessu sviði að loknu námi á brautinni. Miðað er við að nemendur séu í séu í tvær til fjórar vikur í almennu starfsnámi. Áfanginn er einnig hugsaður sem kynning á aðilum atvinnulífsins og jafnframt leið fyrir áhugasama nemendur til frekari tengsla.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • margvíslegum möguleikum í starfsumhverfinu
  • starfsemi þess fyrirtækis sem nemandinn valdi sér
  • þeim starfsvettvangi sem hann valdi sér og möguleikum í starfsgreininni
  • mikilvægi nýsköpunar, hugmyndafræði og hugsunarháttar frumkvöðulsins í starfsumhverfinu og samfélaginu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • sinna því hlutverki sem hann valdi sér
  • halda utan um verkþætti starfsþjálfunarinnar
  • halda tímaáætlanir
  • eiga samskipti við fólk
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja umfang þeirrar greinar sem hann hefur valið í starfsnámi
  • halda utanum og þekkja það hlutverk sem hann gegnir í starfi sínu
  • miðla upplýsingum til þeirra sem á þurfa að halda
  • átta sig á möguleikum til nýsköpunar
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá