Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1366891144.38

  Almenn lyfjafræði
  ALME1LH05(FÁ)
  1
  Almenn lyfjafræði
  handbækur, lyfjaskrár, sérlyfjaskrá
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum eru kynntar ýmsar lyfjaskrár og handbækur sem tengjast lyfjamálum s.s. Ph. Eur., Ph. Nord., Merc, Martindale og DLS. Kynntar eru gæðahandbækur lyfjafyrirtækja og gæðastaðlar s.s. GMP og GPP. Fjallað er um hugtakið „lyfjafræðileg umsjá“. Farið í notkun á sérlyfjaskránni og lyfjaverðskránni. Fjallað er um ATC-flokkunarkerfið og helstu starfsemi apóteka og sjúkrahúsapóteka.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • lyfjanöfnum og ATC-flokkunarkerfinu
  • lyfjahandbókum og gæðahandbókum
  • lyfjaverðskrá og verðlagningu lyfja
  • gæðastöðlum s.s. GMP
  • lyfjafræðilegri umsjá og þjónustu apóteka við sjúklinga
  • stafsemi apóteka og sjúkrahúsapóteka
  • eftirritunarskyldum lyfjum og reglum sem gilda um þau
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leita upplýsinga um lyf og það sem þeim viðvíkur
  • finna samheitalyf og skyld lyf út frá ATC-flokkunarkerfinu
  • reikna út verð lyfja og vinna með lyfjaverðskrá
  • vinna eftir gæðastöðlum sem gilda í lyfjafyrirtækjum
  • starfa samkvæmt lyfjafræðilegri umsjá
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nota handbækur og uppflettirit sem tengjast lyfjafræði á hagnýtan hátt
  • afla upplýsinga um lyf með notkun á sérlyfjaskrá
  • gera sér grein fyrir sérstöðu apóteka og sjúkrahúsapóteka og mikilvægi þjónustu þeirra við sjúklinga
  Símat, verkefnavinna og hlutapróf.