Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1366658848.6

  Lyfjalög
  LYLÖ1LR05(FÁ)
  1
  Lyfjalög
  lyfjalög, reglugerðir
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum er fjallað um lyfjalög og reglugerðir, dreifibréf og auglýsingar sem snúa að daglegum rekstri lyfjabúða, lyfjaheildsala, lyfjagerða og sjúkrahúsapóteka. Farið er yfir lyfjalög, lyfjadreifingarlöggjöf, lög um heilbrigðisstéttir, ávana- og fíkniefnalöggöf, almannatryggingar o.fl.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • lögum og reglugerðum sem lyfjatæknar eiga að vinna eftir
  • lögum um almannatryggingar
  • skilyrðum sem lyfjabúðir, lyfjaheildsölur, lyfjaframleiðslufyrirtæki og sjúkrahúsapótek þurfa að uppfylla til að geta starfað samkvæmt lögum
  • reglugerðum sem gilda á mismunandi vinnustöðum lyfjatækna
  • reglugerð sem gildir um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir
  • mismunandi heilbrigðisstéttum og lögum sem þær starfa eftir
  • mismunandi tegundum lyfseðla og reglum sem gilda um afgreiðslu þeirra
  • ástæðu fyrir lyfseðilsskyldu og eftirritunarskyldu lyfja
  • skráningarferli lyfja
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leita að upplýsingum um lyfjamál í lögum og reglugerðum
  • veita upplýsingar um efni sem tengjast lyfjalögum og reglugerðum
  • veita upplýsingar um niðurgreiðslukerfi lyfja
  • yfirfara lyfseðla og leiðrétta í samráði við lyfjafræðing
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera sér grein fyrir tengslum lyfjamála og samfélags hér á landi
  • starfa á mismunandi vettvangi lyfjamála í anda þeirra laga sem gilda á viðkomandi vinnustað
  Símat, hlutapróf, einstaklings- og hópverkefni