Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1366630142.62

  Lokaritgerð
  LORI3HH05(FÁ)
  1
  lokaritgerð
  heimildaleit, heimildaskrá, tilvitnanir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum vinnur nemandi sjálfstætt verkefni sem hann velur sjálfur í samráði við kennara. Verkefnið, sem spannar heila önn, tengist lyfjatækni og tengir saman ólík fög lyfjatæknabrautar. Nemandi aflar heimilda og upplýsinga eða gerir könnun sem tengist viðfangsefninu og skilar lokaritgerð.
  Lokaritgerðin er skrifuð á síðustu önn lyfjatækninámsins.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • því efni sem hann fjallar um í sjálfstæðu verkefni sínu
  • uppbyggingu og aðferðum við vinnu á ritgerð eða verkefni.
  • vísan í heimildir og frágang heimilda
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna sjálfstætt við öflun og úrvinnslu upplýsinga er tengjast lyfjatækni
  • greina heimildir og vinna með mismunandi tegundir heimilda
  • tengja saman efni mismunandi áfanga úr lyfjatæknináminu
  • skrifa skiljanlegan og lipran texta þar sem faglegum meginatriðum eru gerð góð skil
  • gera heimildaskrá og vísa í texta
  • setja upp texta ásamt myndum, töflum eða skýringum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna frumkvæði við að vinna sjálfstætt að verkefni
  • greina aðalatriði úr heimildum og skrifa um þau
  • útskýra umfjöllunarefni á skiljanlegan og skipulegan hátt
  Ritgerðin er metin út frá frágangi, innihaldi, uppbyggingu, efnistökum, málfari og heimildum.