Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1365818717.82

  Lyfjahvarfafræði 1
  LYHV2FD05(FÁ)
  1
  lyfjahvarfafræði
  dreifing, frásog, umbrot, útskilnaður
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum er farið í frásog, dreifingu, umbrot og útskilnað lyfja. Skilgreind eru ýmis hugtök sem tengjast lyfjahvörfum. Farið er almennt í verkunarmáta lyfja, skömmtun lyfja, meðferðarfylgni, aukaverkanir og milliverkanir. Fjallað er um sérstöðu í sambandi við lyfjanotkun aldraðra, barna, kvenna á meðgöngu og við brjóstagjöf. Farið er í lyfjanotkun íþróttamanna og hvað ber að varast í sambandi við áfengisneyslu eða akstur og lyfjanotkun.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvað verður um lyfið í líkamanum, allt frá inntöku þess til útskilnaðar
  • hugtökum sem notuð eru varðandi frásog, dreifingu, umbrot og útskilnað lyfja
  • algengum frásogsstöðum og þáttum sem hafa áhrif á frásog lyfja
  • þáttum sem hafa áhrif á dreifingu lyfja
  • þáttum sem hafa áhrif á umbreytingarhraða og útskilnað lyfja
  • helstu verkunarmátum lyfja
  • aðferðum sem eru notaðar til að skammta lyf
  • helstu milliverkunum lyfja og af hverju þær koma fram
  • hugtakinu meðferðarfylgni
  • lyfjum sem hafa áhrif á aksturshæfni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta sér upplýsingar um lyf sem koma fram í sérlyfjaskrá á netinu
  • reikna einföld dæmi um útskilnað lyfja með hjálp helmingunartíma
  • teikna upp blóðþéttnikúrfur og útskýra þær með tilliti til frásogs og útskilnaðar lyfja
  • flokka aukaverkanir lyfja
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera sér grein fyrir og útskýra hvaða sérstöðu sérstakir sjúklingahópar hafa í sambandi við lyfjameðferð
  • gera sér grein fyrir þeim breytum sem koma við sögu í skömmtun lyfja
  • útskýra hvernig bæta má meðferðarfylgni sjúklinga
  Verkefni, hlutapróf og lokapróf