Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1365817925.46

  Lyfhrifafræði 2
  LYHR3KS05(FÁ)
  1
  lyfhrifafræði
  kynhormónalyf, sykursýkislyf, sýklalyf
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er farið yfir helstu lyf sem notuð eru við innkirtlasjúkdómum, lyf með áhrif kynhormóna, sýklalyf og sykursýkislyf. Fjallað er um lyf og lyfjaflokka, verkun lyfjanna, aukaverkanir, milliverkanir, skammtastærðir o.fl.
  Æskilegir undanfarar: LÍOL2IL05 og SJÚK2GH05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • áhrifum helstu hormónalyfja, sýklalyfja og sykursýkislyfja
  • nöfnum ofangreindra lyfja, sérheitum og samheitum
  • helstu skammtastærðum ofangreindra lyfja
  • helstu auka- og milliverkunum ofangreindra lyfja
  • hvernig á að leita upplýsinga um ofangreind lyf
  • áhrifum ofangreindra lyfja á líkamann og sjúkdómum sem þau eru notuð við
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leita að upplýsingar um ofangreind lyf á netinu
  • sýna sjúklingum hvernig á að nota hin ýmsu lyfjaform ofangreindra lyfja
  • miðla algengum upplýsinum um ofangreind lyf til sjúklinga, þar sem við á
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útskýra verkun ofangreindra lyfja fyrir sjúklnigum
  • veita fræðslu og ráðgjöf um rétta og hagkvæma notkun ofangreindra lyfja
  • útskýra tengsl milli verkunar ofangreindra lyfja og áhrifa þeirra á líkamann
  Lokapróf, hlutapróf, verkefni.