Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1365770031.03

  Bókleg lyfjagerð
  LYGE3LÚ05
  1
  lyfjagerð
  lyfjaform, lyfjaframleiðsla, prófanir, útreikningar
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í þessum áfanga er nemendum gefin innsýn í fræðilegan grundvöll lyfjaframleiðslu.Tækjum er lýst á einfaldan hátt og farið í framleiðslu helstu lyfjaforma. Nemendur fá æfingu í að reikna út ýmsa þætti við lyfjagerð eins og isotoni, fráruðningsstuðul, eðlisþyngd og styrkleika lyfjasamsetninga.
  Æskilegur undanfari: Algebra
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hráefnum sem notuð eru í lyfjaframleiðslu
  • framleiðslu helstu lyfjaforma
  • helstu prófum sem gerð eru á lyfjum á framleiðsluferli þeirra
  • gæðakerfum, GMP-reglum og ISO-stöðlum
  • helstu kröfum sem lyfjahráefni og hjálparefni þurfa að uppfylla í lyfjaskrám
  • ekstraktsionsaðferðum og hjálparsamsetningum
  • dreifum og fleytum og hjálparefnum sem notuð eru í framleiðslu þeirra
  • framleiðslu duftblöndu þannig að tryggja megi nægilega einsleitni lokaafurðar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meðhöndla efni, vogir og einföld mælitæki
  • reikna út íblöndun lyfja í innrennslislyf (ísótónískir reikningar)
  • fylla út framleiðsluseðla og skrár
  • reikna út þynningar lausna út frá massaprósentu og eðlismassa
  • finna út forskriftir stíla út frá fráruðningsstuðli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • rýna niðurstöður og fara yfir framleiðsluseðla
  • gera sér grein fyrir fræðilegum grundvelli lyfjaframleiðslu og reglum sem gilda um hana.
  Lokapróf, hlutapróf og skilaverkefni