Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1365764777.92

  Starfsnám í apóteki
  VAPÓ3LT24(FÁ)
  1
  Vinnustaðanám
  apóteksstörf, ferilbók
  Samþykkt af skóla
  3
  24
  Um er að ræða fjórtán vikna (36 tímar á viku) starfsnám í apóteki í umsjón kennslustjóra og leiðbeinanda í apóteki. Í starfsnámi eiga nemar að kynnast öllum störfum lyfjatækna í apótekum. Á meðan á starfsnámi stendur vinnur neminn þverfagleg verkefni sem tengjast bæði starfsnáminu og sérnáminu.
  ALME2LH05, AFTÆ2LS07, LAUS2LR05, LYLÖ1LR05, TUPP2AT05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • því hvað fara þarf yfir þegar tekið er á móti lyfjum frá lyfjaheildsölum
  • mismunadi geymsluskilyrðum lyfja
  • pöntunarferli lyfja
  • uppgjöri og öryggismálum
  • mikilvægi þagnaskyldu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • sinna öllum almennum afgreiðslustörfum
  • nota tölvukerfi apóteksins
  • fara yfir lotunúmer og fyrningar og raða í hillur eftir fyrningum
  • lesa yfir lyfseðil og símalyfseðil með gagnrýnum hætti
  • meðhöndla eftirritunarskyld lyf og -lyfseðla
  • lesa úr upplýsingum á verðmiða og glasamiða
  • blanda sýklalyfjamixtúrur o.fl. lyf
  • fylla á sjúkrakassa og lyfjakistur skipa þar sem við á
  • fylla út eyðublöð til Sjúkratrygginga Íslands (hjálpartæki, strimlar, nálar o.fl.)
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna sjálfstætt í apóteki og forgangsraða verkefnum
  • sýna fram á hæfni í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk
  • afla upplýsinga, vinna úr þeim og flokka
  • útskýra fyrir viðskiptavinum muninn á helstu lausasölulyfjum og því hámarki sem selja má af þeim
  • starfa eftir gæðahandbók
  • bera starfsheitið lyfjatæknir með sóma
  Umsögn leiðbeinanda um nemann og verkefni í ferilbók sem nemi skilar kennara