Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1364849358.7

  Ferilmappa - starfsþjálfun
  FEMA2ST02
  3
  Ferilmappa
  ferilmappa, gátlistar, starfsumsóknir, starfsþjálfun, vinnuskýrslur
  Samþykkt af skóla
  2
  2
  Ferilmappa fylgir nemandanum í starfsþjálfun. Markmiðið er að ferilmappan haldi utan um og gefi yfirlit yfir starfsnámið og að nemandinn vinni í hana jafnhliða því. Í ferilmöppu koma fram þeir verkþættir sem starfsþjálfun nær til og tengsl þeirra við námsmarkmið. Þar eiga einnig heima almennar upplýsingar um vinnustaðinn og atvinnulífið, verksvið nemandans og skyldur ásamt vinnuskýrslum og gátlistum vegna verkefna og mats á starfsþjálfuninni. Fyrirtæki geta aðlagað verkefnalista í ferilmöppu að sínum þörfum en með það markmið í huga að nemandinn fái sem fjölbreyttasta reynslu og góða yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins. Frammistöðumat fylgir í ferilmöppu og æskilegt er að leiðbeinandi og nemandi fari yfir matið í sameiningu í lok verkþjálfunartímabilsins. Upplýsingar sem nemendur skrá í ferilbók nýtast þeim í atvinnuumsóknum og ferilskrám.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • skyldum sínum, verksviði og vinnuskýrslum í starfsþjálfun
  • starfsumhverfi skapandi greina
  • aðilum sem koma að atvinnulífinu, s.s. fag- og hagsmunafélögum
  • réttindum og skyldum á vinnumarkaði
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera vinnuskýrslur
  • gera starfsumsóknir og ferilskrár
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hafa yfirsýn yfir starfsþjálfun sína
  • skilja verkþætti starfsins
  • greina styrkleika og veikleika sína sem tengjast starfsþjálfuninni
  • miðla upplýsingum til þeirra sem á þurfa að halda
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá