Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1490618283.21

    Íþróttanudd og teygjur; kynning
    ÍÞNT2KY03
    1
    Íþróttanudd og teygjur
    kynning
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Áfangi um íþróttanudd, sögu þess og þróun. Fjallað er um hvernig hægt er að aðstoða íþróttafólk við að undirbúa sig fyrir átök með íþróttanuddi, í því skyni að minnka líkur á álagsmeiðslum og flýta fyrir losun úrgangsefna úr líkamanum. Rætt er um áhrif hita og kælingar í meðferð og nemendum kennt að nota nuddbolta, rúllur og fleiri hjálpartæki á réttan hátt. Áfanginn er að hluta til verklegur og nemendum gefst færi á að prófa kunnáttu sína hver á öðrum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu og þróun íþróttanudds
    • þeim meðferðarforsendum sem íþróttanudd og vöðvateygjur byggja á
    • álagseinkennum mismunandi íþróttagreina
    • íþróttameiðslum og meðhöndlun þeirra
    • bataferli íþróttameiðsla og hvenær íþróttanudd kemur að mestu gagni
    • frábendingum við íþróttanuddi
    • starfssviði nuddara og sjúkraþjálfara sem vinna hjá íþróttafélögum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita einfaldri nuddtækni á íþróttafólk sem er að undirbúa sig fyrir keppni, er í keppni eða hefur lokið keppni
    • beita einföldum vöðvateygjum til að teygja á helstu vöðvahópum líkamans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra hvað íþróttanudd er og á hvaða meðferðarforsendum það byggir
    • blanda saman teygjum og einföldum nuddstrokum
    Ástundun og verkefni