Áfangi um íþróttanudd, sögu þess og þróun. Fjallað er um hvernig hægt er að aðstoða íþróttafólk við að undirbúa sig fyrir átök með íþróttanuddi, í því skyni að minnka líkur á álagsmeiðslum og flýta fyrir losun úrgangsefna úr líkamanum. Rætt er um áhrif hita og kælingar í meðferð og nemendum kennt að nota nuddbolta, rúllur og fleiri hjálpartæki á réttan hátt. Áfanginn er að hluta til verklegur og nemendum gefst færi á að prófa kunnáttu sína hver á öðrum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu og þróun íþróttanudds
þeim meðferðarforsendum sem íþróttanudd og vöðvateygjur byggja á
álagseinkennum mismunandi íþróttagreina
íþróttameiðslum og meðhöndlun þeirra
bataferli íþróttameiðsla og hvenær íþróttanudd kemur að mestu gagni
frábendingum við íþróttanuddi
starfssviði nuddara og sjúkraþjálfara sem vinna hjá íþróttafélögum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita einfaldri nuddtækni á íþróttafólk sem er að undirbúa sig fyrir keppni, er í keppni eða hefur lokið keppni
beita einföldum vöðvateygjum til að teygja á helstu vöðvahópum líkamans
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
útskýra hvað íþróttanudd er og á hvaða meðferðarforsendum það byggir