Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1486649994.15

    Hárfjarlæging með vaxi
    HÁRE3CA03(FB)
    2
    Háreyðing
    Verkleg hárfjarlæging með vaxi
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    FB
    Nemendur öðlast verklega þjálfun við hárfjarlægingu með mismunandi gerðum af vaxi á utanaðkomandi módelum. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist verklega færni og sýni sjálfstæð vinnubrögð við meðhöndlun og ráðleggingar til viðskiptavina. Nemendur læra að vinna markvisst að verkþáttum þannig að fram komi verkskipulagning, tækni, hraði og leikni í vinnubrögðum. Þeir þjálfast í að greina þarfir viðskiptavina og veita þjónustu í samræmi við þær. Ráðleggja þeim með markvissum hætti, um notkun snyrtivara og þá meðhöndlun í hárfjarlæginu sem í boði er á snyrtistofum.
    HÁRE2BA04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi vaxi sem er í boði á hverjum tíma, innihaldi þess, áhrifum á húðina og mismunandi verktækni við meðhöndlun hára
    • virkni og innihaldi efna sem eru notuð fyrir og eftir vaxmeðferða og á milli meðferða heimafyrir
    • frábendingum varðandi vaxmeðferð og varúðarráðstöfunum sem þarf að framfylgja í kjölfar meðferðar
    • mikilvægi hreinlætis og sótthreinsunar í og eftir vaxmeðferð
    • hve háttvísi í framkomu er mikilvæg og hæfni í móttöku viðskiptavina með faglegum hætti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð og vinna þá verkþætti sem þeir hafa tileinkað sér í áfanganum HÁRE2BA04
    • greina þarfir viðkomandi og velja meðhöndlun, efni og gefa ráðleggingar sem við á
    • vinna innan þeirra tímamarka sem til er ætlast
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna og hafa skilning á vönduðum sjálfstæðum vinnubrögðum og háttvísri og fagmannlegri framkomu
    • geta valið rétta meðferð, vaxgerðir og efni sem henta viðskiptavini
    • geta leiðbeint viðskiptavini varðandi það sem er í boði í hárfjarlægingu og varanlegri háreyðingu
    • sýna fagmannleg og sjálfstæð vinnubrögð í að setja upp vinnuaðstöðu, geta sótthreinsað á viðeigandi hátt og viðhaft sótthreinsun í meðferðinni
    • gefa ráðleggingar sem henta viðskiptavini
    Símat sem samanstendur af vinnueinkunn í áfanganum