Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1484254944.93

    Háreyðing
    HÁRE2BA04
    1
    Háreyðing
    Fjarlæging óæskilegra hára
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Í áfanganum er fjallað um ólíkar aðferðir við að fjarlægja og eyða hárum. Nemendur læra um uppbyggingu hárs og helstu aðferðir við notkun vax við að fjarlægja hár. Lögð er áhersla á að fá innsýn á og bera saman ólíkar aðferðir við háreyðingu. Nemendur öðlast verklega þjálfun við hárfjarlægingu með mismunandi gerðum af vaxi.
    Grunnnám og byrjunaráfangar í verktengdu námi samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu hárs og hárslíðurs
    • muni á mismunandi hárgerðum og vaxtarhring hársins
    • áhrifum mismunandi aðferða við hárfjarlæginu/eyðingu s.s. raksturs, háreyðandi krema, plokkunar, vax, rafrænnar háreyðingar og ljósgeislameðferða
    • mismunandi vaxi sem er í boði á hverjum tíma, innihaldi þess, áhrifum á húðina og mismunandi verktækni við meðhöndlun hára
    • virkni og innihaldi efna sem eru notuð fyrir, eftir og á milli vaxmeðferða heimafyrir
    • frábendingum varðandi vaxmeðferð og varúðarráðstöfunum sem þarf að framfylgja í kjölfar meðferðar
    • mikilvægi hreinlætis og sótthreinsunar í og eftir vaxmeðferð
    • áhrifum bleikjandi efna á húð og hár
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp vinnuaðstöðu fyrir vaxmeðferð
    • undirbúa húðsvæði fyrir og eftir meðferð með vaxi
    • nota mismunandi tækni og ólík vaxefni til að fjarlægja hár
    • fjarlægja hár með rúlluvaxi, pottvaxi með og án strimla
    • ráðleggja um meðhöndlun húðar eftir vaxmeðferð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • undirbúa verkþætti og hafa skilning á mikilvægi vandaðra vinnubragða og fagmannlegrar framkomu
    • taka á móti einstaklingi, þarfagreina húð og hárvöxt og velja viðeigandi vaxmeðferð
    • fjarlægja hár á árangursríkan hátt með tilliti til húðsvæðis og velja viðeigandi efni fyrir og eftir meðferð
    • sýna fagmannleg vinnubrögð og viðhafa viðeigandi sótthreinsun og hreinlæti í meðferð
    • vera háttvís í framkomu og viðhafa persónulegt hreinlæti
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    Símat sem samanstendur af vinnueinkunn í áfanganum (verkefnavinna, skyndipróf og frammistaða í kennslustundum).