Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465225685.87

    Hreyfing - starfsbraut
    HREY1ÍS02
    18
    Hreyfing
    Almenn líkams og heilsurækt, íþróttir og sund
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    B
    Kennslan fer að mestu íþróttasal og í sundlaug. Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem farið verður í ýmsa leiki ásamt því að æfðar verða mismunandi sundaðferðir, með áherslu á tækni.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi hreyfingar hjá sínum aldurshóp
    • mikilvægi heilbrigðs lífsstíls sem inniheldur hreyfingu
    • mikilvægi upphitunar fyrir áreynslu og niðurlags eftir áreynslu
    • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum innan þols, styrks og liðleika
    • Að sundið getur verið skemmtileg tómstund
    • Að sund er holl og góð hreyfing fyrir líkamann
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja æfingatíma sinn (upphitun, aðalhluti og niðurlag)
    • iðka fjölbreytta grunnþjálfun og beita mismunandi þjálfunaraðferðum til þess
    • setja sér raunhæf hreyfimarkmið
    • að koma sér yfir laug með eða án hjálpartækja
    • að bæta tækni í sundi
    • að ná valdi á ýmsum reglum sem gilda á sundstöðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
    • nýta sér möguleika til að flétta hreyfingu í daglegt líf eftir bestu getu
    • viðhalda eða bæta eigið líkamshreysti
    • fara í sund og synda það sund sem hæfir
    • synda sér til heilsubótar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.