Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464615772.61

    Starfsþjálfun á vinnustað 2
    STAÞ4HS20(SH)
    1
    Starfsþjálfun
    Starfsþjálfun á vinnustað II
    Samþykkt af skóla
    4
    20
    SH
    Í þessum hluta starfsþjálfunar er lögð sérstök áheyrsla á skipulag vinnusvæðis og tækjafræði ásamt mælingum í byggingaiðnaði. Nemendur í starfsþjálfun á vinnustað geta verið á einum eða fleiri vinnustöðum í þessari starfsþjálfun. Nemandinn á að vinna með sjálfstæðum hætti við sem fjölbreytta verkþætti á vinnustað og skal öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna við verkþættina. Lögð er áheyrsla á að nemandinn vinni við verkþætti þar sem að hann tekur sjálfsæðar ákvarðanir hvað varðar framvindu verks sem hann vinnur við og sjálfstæð þekking og hæfni endurspegli kunnáttu hans í verkþáttum sem unnið er við. Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum á að vera með ferilbók sem meistari og nemandi fylla inn í eftir framvindu. Starfsþjálfun er ávalt tekin eftir að skóla og vinnustaðanámi líkur. Skólinn hefur eftirlit og umsjón með starfsþjálfun nemanda hverju sinni og staðfestir starfsþjálfun nemanda með undirskrift sinni í ferilbók nemanda.
    Nám í skóla ásamt vinnustaðanámi og fyrri hluta starfsnáms.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þekki verðlagningu hönnuða við teikningar og eftirlit
    • þekki reglugerðir er tengjast byggingarvinnusvæðum
    • kynnist helstu aðferðum og tækjum við mælingar og kynnist notkun nýjustu mælitækni og stillingu áhalda og véla
    • kynnist staðsetningu og hæðarmælingum á mannvirkjum
    • læri að nota máta með föstum stærðum við verkstæðis- og uppsetningarvinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kunni aðferðir við gerð efnisáætlana (magntöku) geti gert áætlanir um mannafla, tækjakost og fjármagn
    • geti reiknað út einingaverð og gengið frá tilboði
    • geti skipulagt vinnusvæði er fullnægi kröfum yfirvalda um öryggismál, heilbrigði- og umhverfisvernd
    • geti staðið fyrir faglegri uppbyggingu og vali vinnuaðferða tengt svæðisnýtingu
    • kunni skil á notkun keðjumálsetningar í lengdarmælingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geti gert skriflegar verklýsingar fyrir verk á sínu fagsviði
    • kynnist uppbyggingu kostnaðaráætlana opinberra aðila
    • séu færir um að velja vinnuvélar og tæki til verklegra framkvæmda
    • kunni að taka hæðir í mannvirkjum
    • kynnist notkun mælipunkta fyrir lóðréttar mælingar í háum byggingum
    • kynnist notkun nýjustu mælitækni við stillingu áhalda og véla
    • kynnist mælitækni og mælitækjum við uppsetningu húseininga
    Námsmat er sameiginlegt með kennara skóla og fulltrúa fyrirtækis og skal vera í formi leiðsagnarmats. Einkunn nemanda skal vera þannig háttað að áfangi er staðinn eða ekki staðinn og niðurstöður námsmats fært inn í ferilbók.