Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1457972360.17

    Fötlun
    FÉLA2FÖ05
    62
    félagsfræði
    Fötlun og samfélag
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Lögð er áhersla á kynningu á ýmiss konar frávikum í andlegum og líkamlegum þroska. Farið verður í skilgreiningar á ýmsum tegundum fatlana, einkennum og orsökum. Leitast verður við að skoða hvaða áhrif mismunandi fötlun hefur á félagslega stöðu og skólagöngu fatlaðs fólks. Fjallað verður um mikilvægi frumgreiningar og snemmtækrar íhlutunar ásamt því að skoða þjálfunar- og meðferðarþarfir þeirra sem búa við fötlun. Fjallað verður um hvaða áhrif fötlun hefur á einstaklinginn og fjölskyldu hans, mikilvægi réttrar aðstoðar og stuðnings og hvernig eigi að leita eftir þeim rétti sem fólki ber í þessu sambandi. Áhersla er lögð á að efla skilning nemenda á margbreytileika mannlegra aðstæðna og virðingu fyrir öllu fólki.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu tegundum skerðinga og einkennum þeirra.
    • helstu skilgreiningum á hugtakinu þroskahömlun og þeim þáttum sem vekja grun um þroskaröskun af einhverju tagi.
    • hvert skuli leita ef grunur vaknar um þroskafrávik hjá barni.
    • helstu atriðum þess að nálgast stuðning eða sérþekkingu vegna ýmissa frávika.
    • helstu þjálfunar- og meðferðarþörfum fatlaðs fólks.
    • þeim áhrifum sem fötlun hefur á einstaklinginn og fjölskyldu hans.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina skerðingar, helstu orsakir þeirra og einkenni.
    • ræða um hvað felst í hugtökunum fötlun og þroskahömlun.
    • taka þátt í þeim þjálfunar- og meðferðarúrræðum sem beitt er.
    • finna upplýsingar um fatlanir og hagsmunafélög þeim tengdum.
    • miðla upplýsingum um sérúrræði fyrir börn með námserfiðleika.
    • sjá hvaða áhrif fötlun getur haft á einstaklinginn og fjölskyldu hans.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • styrkja hæfni sína til að bera kennsl á mismunandi fötlun, helstu orsakir hennar og einkenni og geta miðlað þeim upplýsingum í mæltu og rituðu máli. Metið með verkefnum og, umræðum.
    • leysa af hendi verkefni um hinar ýmsu skilgreiningar hugtaksins þroskahömlun sem metið er með verkefni og könnunum.
    • setja upp einstaklingsmiðaða þjálfunaráætlun í teymi vegna ýmissa frávika með rökstuðningi, munnlegum eða skriflegum. Metið með verkefnum.
    • taka þátt í umræðum og miðla fróðleik um fatlanir og sérúræði fyrir börn með námserfiðleika sem metið er með umræðum og fyrirlestrum sem nemendur halda.
    • nota upplýsingatækni til að auka skilning sinn á því hvaða áhrif fötlun getur haft á einstaklinginn og fjölskyldu hans sem metið er með umræðum og verkefnum.
    Námsmat er fjölbreytt og byggist á einstaklings- og hópverkefnum byggðum á námsefni frá kennara og upplýsingaleit á neti. Nemendur taka virkan þátt í umræðum um fatlanir og áhrif þeirra á einstaklinginn