Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1444312581.44

    Nútímabókmenntir
    ÍSAN3NB05
    2
    íslenska sem annað mál
    Nútímabókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur kynna sér bókmenntir 20. og 21. aldar og lesa eina skáldsögu er tengist tímabilinu. Þeir læra að tengja texta við bókmenntastefnur og setja í samhengi við ritunartíma og samtíma. Í áfanganum er lögð áhersla á ritgerðarsmíð og heimildavinnu nemenda.
    Nemandi þarf að hafa lokið 10 feiningum í íslensku á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu bókmenntastefnum tímabilsins
    • helstu skáldverkum tímabilsins og höfundum þeirra
    • íslenskum hugtökum er notuð eru við greiningu bókmenntatexta
    • reglum um uppsetningu ritgerða og vísun í heimildir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina bókmenntatexta frá tímabilinu
    • nota hjálparforrit og efni af neti við textagreiningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig í ræðu og riti um innihald bókmennta tímabilsins
    • átta sig á atriðum í íslensku samfélagi sem tengjast bókmenntum tímabilsins
    • rökstyðja skoðun sína á bókmenntaverki sem viðkomandi hefur kynnt sér
    • skrifa bókmenntaritgerð
    Hlutapróf, verkefni, ritgerð og skriflegt lokapróf.