Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1435069193.47

    Vinnustaðanám heilbrigðisritara, heilsugæsla eða móttaka
    VIHB2HG10(FÁ)
    1
    Vinnustaðanám, heilbrigðisritara
    Heilsugæsla eða móttaka
    Samþykkt af skóla
    2
    10
    Í áfanganum fá nemendur markvissar leiðbeiningar í vinnuferlum samkvæmt starfslýsingu í móttöku heilbrigðisstofnunar. Þeir þjálfast í samvinnu á vinnustað og fá tækifæri til að takast á við raunverulegar aðstæður á vettvangi. Vinnustaðanámið er skipulagt út frá lokamarkmiðum námsins í samvinnu skóla og vinnustaðar og er ætlast til að nemandi fái tækifæri til að kynnast sem flestum störfum heilbrigðisritara á vinnustaðatímanum. Í upphafi áfanga er gert ráð fyrir að leiðbeinandi aðstoði nemanda við að setja sér markmið sem verði leiðarljós í vinnustaðanáminu og í samskiptum hans við leiðbeinanda, samstarfsfólk og skjólstæðinga.
    Bóklegt nám heilbrigðisritara
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að mæta þjónustuþegum heilbrigisstofnana af fagmennsku
    • sjúklingabókhaldi
    • starfsmannabókhaldi
    • samskiptum við stoðdeildir
    • upplýsingamiðlun á heilbrigðisstofnun
    • dagsáætlunum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka á móti þjónustuþegum
    • skrá tímapantanir
    • færa sjúkraskýrslur
    • svara í síma af fagmennsku
    • forgangsraða verkefnum
    • taka á móti greiðslum
    • ganga frá gögnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sinna störfum heilbrigðisritara í móttöku af fagmennsku
    Ferilbók þar sem gerð skal grein fyrir þjálfun nemandans í vinnustaðanáminu, verkefnum lýst og mat lagt á framvindu náms, verkfærni og starfshæfni