Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434712183.38

    Undirbúningur kvikmyndahátíðar
    VIBS2KU03
    1
    Viðburðastjórnun
    Kvikmyndahátíð; undirbúningur
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Nám í þessum áfanga felst í uppsetningu og skipulagi á listviðburði eða öðrum viðburði sem ætlaður er stórum hópi fólks. Sem dæmi má nefna kvikmyndahátíð, myndlistasýningu eða aðra viðburði. Verkefni áfangans er að undirbúa árlega kvikmyndahátíð framhaldsskólanna. Nemendur fá innsýn inn í hvernig allur undirbúningur og skipulag skiptir máli svo að viðburðurinn gangi snurðulaust fyrir sig þegar hann stendur yfir. Nemendur fá að kynnast verkefnastjórnun og þeim tækjum og tólum sem þar eru nýtt. Einnig er farið í viðskiptalegar hliðar viðburðastjórnunar s.s. fjáröflun, kynningarstarfsemi og fjárhagslegan rekstur. Ætlast er til að nemendur taki VIBS2KF02 í beinu framhaldi af þessum áfanga.
    KVMG1ST05 eða sambærilegur áfangi sem veitir góðan grunn fyrir hin ýmsu verkefni áfangans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu listviðburðar
    • grunnatriðum við gerð kostnaðaráætlunar
    • helstu atriðum verkefnastjórnunar
    • skipulögðum og lýðræðislegum vinnubrögðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • halda utan um innkomu og útgjöld
    • vinna skipulega og eftir áætlun
    • leysa að lágmarki tæknileg vandamál
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa yfirsýn yfir heildarframkvæmd (list)viðburðar
    • fjármagna og markaðssetja (list)viðburð
    • vinna í teymi að undirbúningi kvikmyndahátíðar framhaldsskólanna
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámsskrá.