Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1434710563.49

    Sjónvarp. Hönnun og gerð sjónvarpsþátta
    KVMG2SJ05
    12
    kvikmyndagerð
    Sjónvarpsþáttagerð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Þessi áfangi fjallar um þáttagerð fyrir sjónvarp. Farið er í gegnum ýmsar gerðir sjónvarpsþátta eins og skemmtiþætti, umræðuþætti, spjallþætti, fréttir og fréttaþætti. Skoðuð eru margþætt störf sem tengjast framleiðslu sjónvarpsefnis ásamt stöðu sjónvarps í nútíma samfélagi. Nemendur vinna sjónvarpsþætti innan skólans sem sýndir verða á heimasíðu hans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • framleiðslu og uppbyggingu sjónvarpsþátta
    • samfélagslegu gildi sjónvarps og áróðursmætti þess
    • aðstoðarmanns(skriftu-)hlutverkinu
    • hvað eykur áhorf á sjónvarpsefni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina helstu liði í uppbyggingu sjónvarpsþátta
    • taka þátt í framleiðslu sjónvarpsþátta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um gildi sjónvarps í daglegu samfélagi
    • vinna sem aðstoðarmaður við þáttagerð í sjónvarpi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.