Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432120407.06

    Þrívíð formfræði
    MYNL2ÞV05
    20
    myndlist
    Þrívíð formfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Markmið áfangans er að nemendur skilji mismun á tvívíðri og þrívíðri myndgerð og auki þar með skilning sinn á þrívíðri hugsun. Nemendur læra að vinna verk í þrívíðri myndbyggingu og setja saman form sem mynda jafnvægi, spennu og sannfærandi heild. Nemendur þjálfast í hugmyndavinnuferli og þróa með sér hugmynd og vinna skipulega og rökvisst að útfærslu hennar. Þeir kynnast meðferð efna, s.s. pappírs, gips, leirs og blandaðrar tækni með skjávarpa, myndvarpa og kvikmyndavél og nýta sér við útfærslu verka sinna. Nemendur gera pappírsverk, verk unnin í tilfallandi efni, rýmisverk og lokaverkefni sem þeir vinna úr efni að eigin vali. Markmið áfangans er að auka sjálfstæði nemenda, frumkvæði, skapandi nálgun og gagnrýna hugsun sem og skilning þeirra og ábyrgð á umhverfi sínu og á sjálfbærni í víðum skilningi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þætti myndlistar og hönnunar í mótun umhverfis
    • aðferðum við að tjá skilning sinn á margvíslegan hátt á þrívíðri hugsun
    • hvernig litir, lögun og áferð mynda sjónræna heild
    • mismunandi efnum og tækjum sem notuð eru við listsköpun
    • endurvinnslu og sjálfbærni í tengslum við listsköpun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tileinka sér hefðbundnar og óhefðbundar vinnuaðferðir
    • nýta tjáningarmöguleika efna og forma með fjölbreyttum hætti
    • skipuleggja verkferli í þrívíðri listsköpun
    • velja rétt efni við gerð verka
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði, sjálfstæði og skapandi nálgun
    • vinna á persónulegan hátt með mismunandi rými og umhverfi
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um listsköpun
    • túlka hugmyndir og menningarlegt umhverfi með notkun forma og efna í mismunandi rými og umhverfi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá