Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432119907.08

    Þrívið formfræði - leikmynd og líkön
    MYNL3ÞF05
    26
    myndlist
    leikmynd og líkön, Þrívið formfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að þróa skilning á sviðslistum og hæfni til að vinna með og tengja inntak og útlit leikmyndar. Nemendur þjálfast í að gera líkön að verkum sínum og er áhersla lögð á hönnun og hagnýtar útfærslur á sviðsmyndum fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Leitast er við að byggja upp handhæga þekkingu og reynslu á faglegum vinnubrögðum sem og að þróa persónulega hæfileika og hugmyndaauðgi í hönnunarferlinu. Markmiðið er að nemendur geri sér grein fyrir að leikmyndahönnun er ekki bara sviðsetning tiltekins texta, tónlistar og lýsingar, heldur samspil hugmynda leikstjórans og allra sem koma að verkinu.
    10 fein á 2. þrepi í listgreinum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sviðslistum
    • að leikmyndahönnun er ekki bara sviðsetning tiltekins texta, tónlistar og lýsingar, heldur samspil hugmynda leikstjórans og allra sem koma að verkinu
    • viðeigandi tækjum og efnum við gerð verka í tengslum við hugmyndalegt innihald
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta tjáningarmöguleika efna og forma með fjölbreyttum hætti
    • vinna í hóp að sameiginlegu markmiði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja verkferli við gerð leikmynda og líkana
    • sýna frumkvæði, sjálfstæði og skapandi nálgun
    • beita lausnamiðuðum aðferðum við verkefni sín
    • miðla þeim hugmyndalegu forsendum sem búa að baki verkum
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um ferli og listrænar niðurstöður
    • túlka hugmyndir og menningarlegt umhverfi með notkun forma og efna í mismunandi rými og umhverfi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.