Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430907417.56

    Lífræn efnafræði
    EFNA3LR05(FB)
    36
    efnafræði
    lífræn efnafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Svigrúmablöndun kolefnis, helstu flokkar lífrænna efna; alkanar, alkenar, alkýnar, arómatar, alkóhól, halíð, ketón, aldehýð, karboxýlsýrur, esterar, eterar og amín. Yfirlit yfir helstu hvörf og eðliseiginleika þessara efnaflokka. IUPAC-nafnakerfið, byggingarísómerur, rúmísómerur, byggingarformúlur, mólikúlformúlur, reynsluformúlur.
    EFNA3GA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • svigrúmablöndun kolefnis
    • einkennum lífrænna efna
    • mismunandi tegundum byggingarformúla lífrænna efna
    • byggingarísómerum og rúmísómerum
    • helstu flokkum lífrænna efnahvarfa
    • helstu flokkum lífrænna efna, einkennum þeirra og helstu hvörfum
    • IUPAC-nafnakerfinu
    • nokkrum hvarfgöngum lífrænna efnahvarfa
    • þrávirkum lífrænum efnum og áhrifum þeirra á lífverur
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa úr og skrifa formúlur lífrænna efna á fjölbreyttan hátt
    • skrifa byggingarformúlur mögulegra byggingarísómera út frá gefinni sameindaformúlu
    • skrifa byggingarformúlur rúmísómera
    • flokka lífræn efni
    • flokka efnahvörf lífrænna efna
    • útskýra eðlis- og efnaeiginleika lífrænna efna út frá byggingu þeirra
    • skrifa efnajöfnur fyrir helstu hvörf lífrænna efna
    • gefa lífrænum efnum nöfn skv. IUPAC nafnakerfi
    • skilja einfalda hvarfganga lífrænna efnahvarfa
    • framkvæma tilraunir í tilraunastofu, greina niðurstöður og setja skýrt fram ásamt útreikningum í tilraunaskýrslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á mikilvægi þekkingar á lífrænni efnafræði í nútímasamfélagi
    • greina efnafræðileg úrlausnarefni og vinna úr þeim
    • gera tilraunir í tilraunastofu, beita við það vísindalegum aðferðum og sýna sjálfstæð vinnubrögð
    • bæta við sig þekkingu í efnafræði á háskólastigi
    • fjalla um málefni er varða nýtingu náttúruauðlinda, mengun, náttúruvernd og sjálfbærni
    Verkefni, tilraunaskýrslur og próf, sem taka mið af ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum.