Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430847170.36

    Lífsstíll A
    LÍFS1HN02
    51
    lífsleikni
    Heilbrigði, forvarnir, nám, skóli
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Áfanginn er bóklegur og er kenndur samhliða verklega áfanganum Hreyfing A. Í áfanganum verður fjallað um andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Lögð verður áhersla á forvarnir í víðu samhengi og nemendur fá tækifæri til að glöggva sig á gildismati sínu, hegðun, félagslegu umhverfi og framtíðarsýn. Einnig verður fjallað um námsstíla og vinnubrögð í námi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forsendum og áhrifum þjálfunar á líkama og heilsu
    • mismunandi aðferðum til heilsuræktar
    • mikilvægi upphitunar og liðleika- og styrktarþjálfunar
    • helstu reglum og öryggisatriðum varðandi líkamlegt álag
    • mikilvægi svefns, hvíldar og slökunar
    • helstu flokkum næringarefna
    • mikilvægi þess að borða hollan og fjölbreyttan mat
    • verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli
    • mikilvægi kynheilbrigðis
    • algengum kynsjúkdómum og getnaðarvörnum
    • árangursríkum námsaðferðum og mikilvægi þess að setja sér markmið
    • góðum prófaundirbúningi og leiðum til að draga úr prófkvíða
    • streitu, streitustjórnun og geðheilbrigði
    • ýmsa áhættuþætti í lífi ungmenna s.s. tóbak og vímuefni, tölvu og netnotkun og hegðun í umferðinni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita mismunandi slökunaraðferðum og streitustjórnun
    • skoða sitt eigið mataræði og velja sem oftast holla næringu
    • greina mýtur, fordóma og ranghugmyndir í tengslum við kynhegðun
    • setja sér raunhæf markmið og skipuleggja hvernig þeim skuli náð
    • beita árangursríkri námstækni
    • skoða og meta eigið heilbrigði og velferð og taka ábyrgð á eigin hegðun
    • taka þátt í umræðum og rökstyðja eigin skoðanir
    • sýna tillitssemi og samkennd í samvinnu með öðrum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla styrkleika sína og vinna að því að þeir nýtist sem best
    • nota árangursrík vinnubrögð í námi
    • takast á við álag í daglegu lífi
    • fylgja eftir markmiðum sínum
    • taka ábyrgð á eigin lífi og gjörðum m.a. ábyrgrar afstöðu til áhættuhegðunar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.