Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429273171.32

    Almenn stjörnufræði
    STJÖ2SH05
    3
    stjörnufræði
    Sólkerfið, stjörnur, vetrarbrautir og alheimurinn
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Viðfangsefni þessa áfanga er stjörnuhimininn og þau fyrirbæri sem þar finnast. Fjallað er um eiginleika rafsegulbylgja og aðferðir stjörnufræðinga við rannsóknir með þeim, mismunandi gerðir sjónauka, reikistjörnur og önnur fyrirbrigði sólkerfisins, eðli sólarinnar, líf sólstjarna frá fæðingu til dauða, vetrarbrautir, fjarfyrirbrigði, heimsmynd nútímans og leit að lífi á öðrum hnöttum. Nemendur læra að lesa á stjörnukort og nýta sér upplýsingatækni við stjörnuathuganir og stjörnuskoðun. Einnig er fjallað um sögu stjörnufræðinnar, geimrannsóknir og geimferðir.
    NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum og eiginleikum reikistjarna sólkerfisins
    • ýmsum stjarnfræðilegum einingum og samböndum
    • eðli og víxlverkun rafsegulgeisla og efnis
    • mismunandi gerðum sjónauka
    • dæmigerðu lífshlaupi misstórra sólstjarna
    • eðli og gerð mismunandi vetrarbrauta
    • heimsmynd nútímans
    • geimferðum og geimrannsóknum
    • lögmáli Keplers
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna sólarhæð og sólargang út frá stöðu sólar á sólbaug og breiddargráðu athuganda með viðeigandi formúlum
    • reikna út eiginleika stjarna, s.s. birtu, fjarlægðir, yfirborðshitastig, ljósafl út frá gefnum forsendum
    • reikna út helstu eiginleika sjónauka út frá gefnum forsendum
    • beita lögmáli Keplers á reikistjörnurnar og tungl þeirra
    • lesa upplýsingar s.s. stærð, yfirborðshita, ljósafl, ljósaflsflokkun ofl. úr H-R línuriti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð í upplýsingaöflun, mati, úrvinnslu og framsetningu
    • mynda sér heildstæða sýn á heimsmynd nútímans
    • fjalla almennt um möguleika til geimferða og geimrannsókna
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.