Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1428935060.71

    Almenn efnafræði
    EFNA2AE05
    30
    efnafræði
    almenn efnafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga er fjallað um frumatriði almennar efnafræði. Til umfjöllunar er bygging atóma/frumeinda, lotukerfið, efnatengi, nafngiftareglur, efnahvörf, oxun/afoxun, ástand efna, lausnir, sýru/basar og orka í efnahvörfum.
    NÁTT1GR05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingu atóma
    • uppbyggingu lotukerfisins
    • rafeindaskipan á hvolf
    • áttureglu frumefna
    • efnatengjum
    • helstu nafngiftareglum ólífrænna efnasambanda
    • mólhugtakinu
    • oxun og afoxun
    • ástandsformi efna
    • mismunandi lausnum og leysni efna
    • sýrum og bösum
    • pH-hugtakinu
    • orku í efnahvörfum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota lotukerfið
    • rita rafeindaskipan frumefna
    • rita rétt nöfn ólífrænna efnasambanda
    • stilla einfaldar efnajöfnur
    • nota mólhugtakið við einfalda útreikninga
    • ákvarða oxunartölur og nota þær til þess að stilla efnajöfnur
    • meta hvort efni oxist eða afoxist í efnahvörfum
    • reikna mólstyrk efna
    • þekkja einföld sýru- og basahvörf
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • notfæra sér lotukerfið og nauðsynlegar hjálpartöflur
    • lesa úr efnatáknum og efnajöfnum
    • sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð í upplýsingaöflun, mati, úrvinnslu og framsetningu
    • auka skilning sinn á notagildi efnfræðinnar og tengja hana við daglegt líf
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámsskrá