Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427278988.81

    Japanska, millistig. Japanska í viðskiptum og ferðaþjónustu. B1
    JAPA2VF05
    2
    Japanska
    Japanska í viðskiptum og ferðaþjónustu. A2
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur öðlast sérhæfða þekkingu í japönsku sem tengist viðskiptum og ferðaþjónustu. Þeir læra að nota á hagnýtan hátt setningar og orðatiltæki sem tíðkast í þessum greinum. Í lok áfangans á nemandi að geta veitt japönskum ferðamönnum einfalda leiðsögn og aðstoð. Áhersla er lögð á munnlega tjáningu og skilning á töluðu máli.
    15 feiningar á 1. þrepi í japönsku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða og málfræði sem tengist markmiðum áfangans
    • japönsku letri, Hiragana, Katakana og Kanji
    • muninum á formlegu og óformleg máli
    • mannlífi, menningu og siðum Japana í viðskiptum og ferðaþjónustu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • eiga einföld samskipti á Hiragana, Katakana og einföldu Kanji á viðeigandu hátt og beita málfari við hæfi
    • lesa einfalda texta á formlegu og óformlegu máli
    • fylgja helstu rithefðum og reglum
    • skrifa stutta texta á japönsku, á Hiragana, Katakana og einföldu Kanji
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • eiga einföld samskipti við viðskiptavini og ferðamenn t.d. á hótelum og veitingastöðum og haga orðum sínum í samræmi við aðstæður
    • beita tungumálinu á viðeigandi hátt við margs konar aðstæður
    • lesa og skilja einfalda ritaða texta, t.d. skilaboð, tilkynningar og leiðbeiningar
    Próf og verkefni