Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1427208858.95

    Myndlistarsaga
    SAGA2LS05
    39
    saga
    listasaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið er yfir listasöguna frá öndverðu og fram á 21. öld. Nemendur læra um þróun í sjónlistum vegna félagslegra breytinga í samfélaginu. Stiklað er á stóru í evrópskum sjónlistum og miðað er við að nemendur geri sér grein fyrir helstu grunnatriðum og sögu þeirra. Byggður er upp þekkingargrunnur fyrir frekara nám í fjölbreyttum greinum sjónlista, s.s. myndlist, kvikmyndum, hönnun hvers konar, listhandverki, byggingarlist, ljósmyndun og fleiru.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu, aðferðum, hugtökum, sérkennum og sögu sjónlista
    • samfélagslegu, menningarlegu og efnahagslegu gildi lista
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér upplýsinga um listir og menningu
    • þekkja tækni, verklag, skapandi aðferðir, tímabil og túlkun í sjónlistum
    • tjá skilning sinn á sjónlistum
    • taka þátt í samræðum um upplifun sína af listum og viðhorfum til þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um, greina og tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um listsköpun
    • nýta ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við listskoðun
    • vera virkur þátttakandi í listviðburðum og aðgerðum sem viðhalda skapandi samfélagi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá