Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426243361.64

    Kvikmyndaáfangi í dönsku
    DANS2KV05
    63
    danska
    kvikmyndaáfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er horft á danskar kvikmyndir, stuttmyndir og sjónvarpsþætti. Nemendur fá innsýn í danska kvikmyndasögu, kynnast mismunandi tegundum kvikmynda, þekktum leikurum og leikstjórum. Nemendur ræða saman um myndirnar og leysa viðfangsefni tengd efninu.
    5 feiningar á 2. þrepi í dönsku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins
    • sértækum orðaforða um kvikmyndir og kvikmyndagerð
    • sögu kvikmyndagerðar og sjónvarpsþáttagerðar í Danmörku
    • danskri menningu eins og hún birtist í því efni sem unnið er með
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja inntak kvikmynda sem horft er á með dönsku tali og dönskum undirtexta
    • skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður
    • tjá sig munnlega og skriflega um innihald kvikmynda sem þeir hafa horft á eða kynnt sér
    • afla sér upplýsinga á netinu um kvikmyndir og sjónvarpsþætti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja megininntak samræðna á dönsku, hvort sem umræðuefnið er kunnuglegt eða ekki
    • tjá sig munnlega og skriflega um myndir sem horft er á og efni sem fjallað er um
    • fylgjast með því sem er að gerast í danskri kvikmynda- og þáttagerð gegnum vefmiðla
    Próf og verkefni, munnleg og skrifleg.