Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1426167619.08

    Landafræði. Maðurinn og auðlindir jarðar.
    LAND1AU05
    6
    landafræði
    Maðurinn, auðlindirnar og umhverfið
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Landafræði er ákveðinn grunnur sem hver einstaklingur mun búa að alla ævina. Í landafræði er verið að skoða heiminn með tilliti til hvernig við notum jörðina, hvernig við getum bætt lífskjör þeirra sem búa við hungur og fátækt, hvernig við getum haldið ákveðnum lífsgæðum og nýtt til þess auðlindir án þess að ganga þannig á þær að næstu kynslóðir eiga ekki sama aðgang að lífsgæðum. Landafræði skýrir líka hvar og hvaða lönd liggja saman, hvernig við sjáum samskipti þjóða af ólíkum uppruna og með ólíka landshætti þróast á jákvæðan hátt. Þekking á nánasta umhverfi sem í okkar tilfelli er Ísland er nauðsynleg hverjum og einum. Landafræði á að varpa ljósi á staðhætti og þróun byggðar og atvinnu á Íslandi. Einnig þarf hver einstaklingur að þekkja helstu þætti skipulagsmála og geta gert sér grein fyrir samspili náttúru og mannvistar og skilja mikilvægi þess að skipulag er nausynlegt til að viðhalda lífsgæðum. Ennfremur þarf að auka þekkingu á sjálfbærri þróun hvar sem er í heiminum og skilja þátt lands eins og Íslands í alþjóðlegu samstarfi mikilvægra mála.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tvískiptingu fræðigreinarinnar í almenna landafræði (þ.e. náttúru- og mannvistarlandafræði) og svæðalandafræði
    • merkingu hugtaka eins og landnýting, skipulag, auðlind og sjálfbær þróun
    • hlutverk skipulags, svo sem aðal-, svæða- og deiliskipulag
    • hvernig vatnsaflið getur verið grundvöllur orkuiðnaðar
    • mikilvæg lýðfræðileg hugtök, t.d. aldursskiptingu, fæðingar- og dánartíðni, barnadauða, meðalævi, lífslíkur, offjölgun og búsetumynstur
    • kenningum um mannfjöldabreytingar (t.d. tímalíkan mannfjöldaþróunar)
    • tímamismun milli landa og átti sig á mismunandi árstíðum í heiminum
    • hvernig land er nýtt á Íslandi og hvernig þróun atvinnulífs hefur haft áhrif á búsetumynstur á Íslandi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota algengustu hugtök landafræðinnar
    • reikna út tímamismun milli landa og staðsetningu í bauganeti jarðar
    • skilja þarfir mismunandi menningarheima og lífsgæði
    • lesa almennar upplýsingar úr landakortum hvað varðar vegalengdir, hæðarlínur og staðsetningu ýmissa þátta svo sem stærð þorpa og bæja, vegakerfi og samgöngur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir samspili viðhorfa, umburðalyndis og fordóma heimsins
    • tjá sig skipulega og gagnrýnið bæði munnlega og skriflega með því að setja saman kynningu úr völdu efni landfræðinnar
    • átta sig á staðsetningu landa, heimsálfa og landamæra í hagnýtum skilningi
    • skilja hversu mikilvægt er að takmarka eða vinna úr auðlindum heimsins
    • geta unnið með og skilið mikilvægi skipulags til sjávar og sveita
    • skilja þarfir Íslendinga til að afla sér lífsviðurværis og að viðhalda auðlindum okkar lands til að búseta á Íslandi haldi sínum gæðum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.