Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425480010.29

    Uppeldis- og menntunarfræði
    SÁLF2UM05
    28
    sálfræði
    Uppeldis- og menntunarfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur kynnast uppeldisaðferðum fyrr og nú og þróun hugmyndafræði menntunar fram á okkar dag. Einnig kynnast þeir kenningum og niðurstöðum rannsókna um vitsmuna-, siðgæðis- og félagsþroska barna. Valin eru uppeldissvið til umfjöllunar eftir áhuga kennara og nemenda t.d. listsköpun barna, leikir og þróun kynhlutverka. Áhersla er lögð á gagnrýna sjálfstæða hugsun, vönduð vinnubrögð, samvinnu og kynningar á verkefnum nemenda.
    60 feiningar eða 18 ára aldur.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu, viðfangsefnum og hagnýtingu uppeldis- og menntunarfræði
    • gildi uppeldis og menntunar fyrir einstakling og samfélag
    • mismunandi sjónarhornum uppeldisfræðinga á markmið uppeldis og áherslur í uppeldisstofnunum samtímans
    • kenningum fræðimanna um þroskaferil barna og áhrifaþáttum í þróun sjálfsmyndar þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja fræðilega umfjöllun við raunverulegar aðstæður barna og unglinga
    • útskýra hvernig hugmyndir um uppeldi og menntun hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu
    • taka afstöðu til viðtekinna uppeldishugmynda í samfélaginu og vera fær um að greina aðstæður í uppeldi og menntun sem geta leitt til mismununar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta gagnrýnið mismunandi hugmyndafræði og uppeldisaðferðir
    • skoða og meta gagnrýnið kenningar um þroskaferil barna
    • nota árangursríka samskiptatækni, byggja upp jákvæð samskipti og efla sjálfsmynd og sjálfstraust barna og unglinga
    • vinna gagnrýnið úr heimildum og setja niðurstöður fram á skapandi hátt
    Fyrirlestrar nemenda, verkefni, rökræður, kynningar, samskiptahæfni, vinnuframlag og ábyrgð er metið. Hægt er að styðjast við jafningjamat, sjálfsmat, leiðsagnarmat svo og skrifleg eða munnleg próf en einnig mat kennara á verkefnum nemenda stórum sem smáum.