Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425394447.4

    Vinnan og vinnumarkaðurinn
    VIMA1RS01
    1
    Vinnan og vinnumarkaðurinn
    Réttindi og skyldur
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum er fjallað um grundvallarþætti vinnumarkaðarins á Íslandi. Vinnulöggjöf kynnt og þær stoðir sem vinnumarkaðurinn byggir á. Lögð er áhersla á að nemendur fái innsýn í lífeyriskerfið, tengingu þess við almannatryggingakerfið og þær launatengdu tryggingar sem launafólk nýtur á vinnumarkaði. Fjallað er um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og hvernig nálgast má upplýsingar um þessa málaflokka. Einnig er farið yfir hvað kaupmáttur launa er, skiptingu þjóðartekna og velferðarsamfélag. Mismunandi vinnuumhverfi starfstéttarinnar er skoðað.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu vinnumarkaðarins á Íslandi
    • lífeyriskerfinu á Íslandi
    • mun á launþega og verktaka
    • réttindum og skyldum á vinnumarkaði
    • mismunandi vinnuumhverfi
    • hlutverkum trúnaðarmanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa úr launatöxtum
    • útskýra kaupmátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera greinarmun á launþega og verktaka
    • miðla upplýsingum um vinnumarkaðinn
    • greina helstu reglur um réttindi og skyldur á vinnumarkaði
    • geta upplýst aðra um uppbyggingu kjarasamninga og lífeyrisréttindi
    skýrslur, verkefni, þátttaka, símat