Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1425386986.73

    Eðlisfræði
    EÐLI2GR05
    20
    eðlisfræði
    grunnáfangi í eðlisfræði á náttúruvísindabraut
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, varðveislu skriðþungans, ljósfræði og farið í varðveislu orkunnar. Gert er ráð fyrir þessari grunnþekkingu í framhaldsáföngum í eðlisfræði. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Auk styttri verkefna er lögð áhersla á að nemandinn kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun með tilraunum, kynnist nútímatækni við skráningu og úrvinnslu og riti vinnubók.
    Nemandi þarf að hafa lokið eðlisfræði á 1. þrepi og 5 feiningum í stærðfræði á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • vísindalegri aðferð
    • • einingum í SI-kerfinu
    • • öllum helstu hugtökum sem notuð eru í hreyfi-, afl- og ljósgeislafræði
    • • lögmálum Newtons
    • • skriðþunga, vélrænni orku og heildarorku ásamt varðveislu þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • vinna með tölur og vigra
    • • beita viðeigandi lögmálum og jöfnum við úrlausnir á verkefnum
    • • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • • nota rökhugsun til að gera sér grein fyrir hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
    Verkefni, skýrslur, hópaverkefni og próf.