Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424961381.99

    Trúarbragðasaga
    SAGA2TS05
    31
    saga
    Trúarbragðasaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum áfanga eru tekin fyrir áhrifamestu trúarbrögð heims og goðsögur sem sameiginlegar eru í mismunandi trúarbrögðum. Unnið er með margvíslegar heimildir sem tengjast efninu. Markmiðið er tvíþætt: annars vegar að nemendur þekki sögu trúarbragða mannkyns og áhrif þeirra á samfélög dagsins í dag, hins vegar að nemendur geti rætt af þekkingu og fordómaleysi um trúarbrögð og málefni þeim tengd.
    Saga á fyrsta þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögulegum bakgrunni helstu trúarbragða mannkyns
    • sameiginlegum þáttum trúarbragða og goðsagna
    • fjölbreytileika trúfélaga á Íslandi
    • lögum og reglum á Íslandi um trúarbrögð og trúfélög
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nálgast upplýsingar sem settar eru fram á margbreytilegan hátt
    • túlka texta sem birtast í trúarritum mismunandi trúarbragða
    • setja sjálfur fram upplýsingar sem tengjast trúarbrögðum
    • vinna ýmist einn eða með öðrum við upplýsingaöflun um trúarbrögð og sögu þeirra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr fréttum og annarri umfjöllun um atburði líðandi stundar sem tengist trúarbrögðum og sögu þeirra
    • taka afstöðu til margvíslegra upplýsinga um trúarbrögð
    • vinna úr margvíslegum upplýsingum um trúarbrögð á gagnrýninn hátt
    • vinna sjálfstætt en einnig með öðrum að túlkun og framsetningu á sögu trúarbragða
    • vera virkur þátttakandi í aðgerðum sem viðhalda lýðræðislegu og sjálfbæru samfélagi
    • meta áhrif fjölmiðla þegar kemur að hugmyndum okkar um trúarbrögð
    Fjölbreytilegt námsmat. Nánar um námsmat í kennsluáætlun.