Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424959308.29

    Lífeðlissálfræði
    SÁLF3LÍ05
    15
    sálfræði
    lífeðlisleg sálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Farið er í gerð og starfsemi taugakerfis, einkum heila og taugafrumna. Hormónakerfið og tengsl hormóna við hegðun eru einnig tekin fyrir. Skynjun, lífeðlislegar undirstöður hennar og hugræn úrvinnsla er til umfjöllunar, sem og skynvillur. Fjallað er um vitund og breytt vitundarstig svo sem: svefn, drauma, dagdrauma, dáleiðslu og vímu af völdum lyfja.
    Sálfræði á öðru þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • taugakerfi mannsins, starfsemi þess og tengslum heilastarfsemi við hegðun, hugsun og tilfinningar
    • áhrifum geðlyfja á geðsjúkdóma og áhrifum algengustu vímuefna m.a. á lífefna- og lífeðlisfræði heilans og skynjun
    • lífeðlisfræðilegri gerð augans og eyrans og skilning á sjón- og hljóðskynjun
    • helstu hugmyndum um hlutverk svefns og drauma og á rannsóknum á eðli svefnsins
    • vísindalegum vinnubrögðum við gagnaöflun og framsetningu niðurstaðna í lífeðlissálfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér með fjölbreyttum hætti fræðilegra upplýsinga um taugakerfið, uppbyggingu þess, lögmál og starfsemi
    • vísa til heimilda í fræðilegum texta og fullvinna heimildarskrá
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla upplýsingum/umræðu um málefni er varða lífeðlissálfræði
    • bera saman og leggja mat á mismunandi aðferðir lífeðlissálfræði til gagnaöflunar
    • beita vísindalegum vinnubrögðum sem viðurkennd eru innan fræðigreinarinnar
    • leggja mat á og túlka niðurstöður gagnaöflunar (tilraunar), taka afstöðu til tilgátna við úrvinnslu gagnaöflunar og verja og/eða gagnrýna ýmiss álitamál innan lífeðlissálfræðinnar
    Próf, leiðsagnamat, rannsóknarvinna (tilraun og skýrsla), fyrirlestrarverkefni/kynning