Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424958920.99

    Þroskasálfræði
    SÁLF3ÞS05
    16
    sálfræði
    þroskasálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast en ekki síst umhverfisþátta. Áhersla er lögð á gagnrýna hugsun, vönduð vinnubrögð, samvinnu nemenda og kynningu á verkefnum nemenda á skapandi hátt.
    Sálfræði á öðru þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu, viðfangsefnum, álitamálum fræðigreinarinnar og hagnýtum aðferðum til að meta mismunandi þroskaþætti
    • helstu hugtökum þroskasálfræði, lögmálum þroskans, einkennum og birtingarmynd í þroskaferli einstaklinga
    • tengslum erfða og umhverfis og helstu röskunum í þroska barna og unglinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér með fjölbreyttum hætti fræðilegra upplýsinga um þroska, lögmál hans og einkenni
    • ákveða rannsóknarsnið og rannsóknaraðferð út frá gefnum upplýsingum
    • vísa til heimilda í fræðilegum texta og fullvinna heimildarskrá
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla upplýsingum/umræðu um málefni er varða þroska og aðstæður barna og unglinga
    • bera saman og leggja mat á mismunandi aðferðir þroskasálfræðinnar til gagnaöflunar
    • beita vísindalegum vinnubrögðum sem viðurkennd eru innan fræðigreinarinnar
    • leggja mat á og túlka niðurstöður gagnaöflunar (tilraunar), taka afstöðu til tilgátna við úrvinnslu gagnaöflunar og verja og/eða gagnrýna ýmiss álitamál innan þroskasálfræðinnar
    Próf, leiðsagnamat, rannsóknarvinna (tilraun og skýrsla), fyrirlestrar, verkefni/kynning