Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424956056.84

    Franska - Land og þjóð
    FRAN2ME05
    7
    franska
    Menning, land og þjóð
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur fræðast um ýmislegt sem tengist Frakklandi og öðrum frönskumælandi löndum, fólkinu sem þar býr og siðum og venjum þess. Áhersla er lögð á fræðsluefni svo sem blaða- og tímaritsgreinar og landkynningarefni t.d. af Internetinu, en eining eru lesnar smásögur og stuttar skáldsögur og horft á bíómyndir. Nemendur fást við fjölbreyttara og þyngra efni en áður og eru hvattir til aukins sjálfstæðis í vinnubrögðum.
    5 feiningar á 2. þrepi í frönsku
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum orðaforða
    • notkun tungumálsins við fjölbreyttar aðstæður bæði munnlega og skriflega
    • grundvallaruppbyggingu þjóðfélaga þar sem franska er töluð
    • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum sem tungumálið er talað
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa margs konar texta og skilja megininntak þeirra
    • skrifa margs konar texta á frönsku og fylgja helstu reglum um málbeitingu
    • tjá sig um efni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið
    • skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mismunandi aðstæður
    • taka þátt í samskiptum á viðeigandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • eiga samskipti á frönsku og tjá skoðanir sínar bæði munnlega og skriflega
    • skilja megininntak erinda og rökræðna og taka virkan þátt í samræðum um fræðsluefni
    • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta sér á mismunandi hátt
    • lesa bókmenntatexta og fræðsluefni sér til gagns og gamans
    • gera sér grein fyrir ólíkum viðhorfum og gildum sem hafa mótað menninguna í frönskumælandi löndum og geti tengt þau eigin menningu
    Próf og verkefni, munnleg og skrifleg