Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424884705.43

    Sagan í kvikmyndum
    SAGA3KM05
    23
    saga
    Kvikmyndasaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga eru tekin fyrir þrjú þemu hverju sinni og er það breytilegt á milli ára. Gjarnan er um að ræða efni af alþjóðavettvangi sem hátt ber í samfélagsumræðunni. Unnið er með margvíslegar heimildir, m.a. horft á kvikmyndir sem tengjast efninu.
    Saga á öðru þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögulegum bakgrunni atburða líðandi stundar
    • völdum þjóðfélögum sem hafa verið í fréttum nýlega og kjörum þeirra sem í þeim búa
    • ýmiss konar mannréttindabaráttu í heiminum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til gagns upplýsingar sem settar eru fram á margbreytilegan hátt, bæði á íslensku og ensku
    • setja sjálfur fram upplýsingar og styðja þær sögulegum rökum
    • greina sameiginlega ábyrgð jarðarbúa á umhverfi sínu, ekki síst í tengslum við afleiðingar stríðsátaka
    • vinna ýmist einn eða með öðrum að sameiginlegum sagnfræðilegum markmiðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna á gagnrýninn hátt úr fréttum og annarri umfjöllun um atburði líðandi stundar
    • taka virkan þátt í aðgerðum sem viðhalda lýðræðislegu og sjálfbæru samfélagi
    Fjölbreytilegt námsmat. Nánar um námsmat í kennsluáætlun.