Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424797852.65

    Mannkynssaga fyrir framhaldsskólabraut
    SAGA1FB05
    12
    saga
    Mannkynssaga fyrir framhaldsskólabraut
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum eru teknir fyrir valdir þættir úr Íslands- og mannkynssögu frá upphafi til okkar daga. Sögunni frá upphafi mannsins til nútíma er skipt upp í ákveðin þemu sem nemendur læra um. Námsefni er fjölbreytilegt en þó lögð áhersla á sérstaka efnisþætti sögunnar og nemendur tengja efnið við nútímann. Lagt er kapp á að hafa kennsluaðferðir sem fjölbreytilegastar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögulegum bakgrunni atburða líðandi stundar
    • margbreytilegu mannlífi bæði í fortíð og nútíð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér upplýsinga um sögulega viðburði
    • túlka sögulegt efni sem hann kynnist í námi
    • setja sjálfur fram upplýsingar á fjölbreyttan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka afstöðu til margvíslegra upplýsinga um söguleg efni
    • vinna sjálfstætt en einnig með öðrum
    Nánar um fjölbreytt námsmat í kennsluáætlun.