Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424796369.98

    Heimspeki
    HEIM2IH05
    7
    heimspeki
    inngangur að heimspeki
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður farið í grunnhugtök og hugmyndafræði heimspekilegrar hugsunar. Ýmsir áhrifamiklir heimspekingar kynntir til sögunnar og fjallað sérstaklega um forn-gríska heimspeki. Kynntar verða hugmyndir um verðmæti og gildi og tengsl þeirra við lög, reglur og mannréttindi. Umræður í kennslustundum.
    Hafa lokið 50 feiningum auk byrjunaráfanga í félagsvísindum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugmyndum forngrískra heimspekinga
    • grundvallarhugtökum í heimspeki
    • forsendum siðferðis (laga, reglna og hinna ýmsu sáttmála, yfirlýsinga og réttinda)
    • einkennum siðferðilegra álitamála
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • koma frá sér óhlutbundinni hugsun í rituðu og mæltu máli
    • greina á milli gildra og ógildra raka
    • greina siðferðileg álitamál
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • heimfæra þær hugmyndir sem hafa verið til umfjöllunar í áfanganum á daglegt líf
    • tileinka sér gagnrýna hugsun
    • rökstyðja skoðanir sínar
    • forgangsraða verðmætum og gildum
    Ritgerð, rökræður, hópverkefni og einstaklingsverkefni