Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424794586.88

    Spænska fyrir lengra komna B1.1
    SPÆN2BG05
    7
    spænska
    evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig b1
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur dýpka enn meira þekkingu sína í málfræði. Áfram er unnið með hlustun, lestur, tal og ritun eftir því sem viðfangsefni gefa tilefni til. Ætlast er til að nemendur sýni meira sjálfstæði en fyrr í að afla sér upplýsinga og nýta sér hina ýmsu miðla. Unnið er með námsefni af menningarlegum toga. Nemendur lesa stutta skáldsögu, vinna saman verkefni og kynna fyrir samnemendum sínum.
    15 feiningar á 1. þrepi í spænsku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
    • notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega
    • mannlífi, menningu og siðum í spænskumælandi löndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja aðalatriði þegar rætt er um málefni daglegs lífs
    • lesa ýmiss konar texta um valið efni
    • taka þátt í samræðum um afmörkuð undirbúin efni og tjá afstöðu sína til málefna sem tengjast námsefninu
    • afla sér upplýsinga og nýta þær til að halda stutta og hnitmiðaða kynningu um efni sem hann hefur valið sjálfur
    • skrifa texta á spænsku um margs konar efni og beita málnotkunarreglum við hæfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með frásögnum og greina aðalatriði samræðna, fjölmiðlaefnis og rökræðna
    • lesa texta af hæfilegu þyngdarstigi þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynntar, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar
    • taka þátt í samræðum og skoðanaskiptum um efni sem hann þekkir, hefur áhuga á eða tengist daglegu lífi
    • Miðla eigin þekkingu, skoðunum, tilfinningum, vonum, væntingum og framtíðaráformum
    Námsmatið endurspeglar þjálfun færniþátta í kennslu. Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþáttanna fjögurra: lesturs, hlustunar, tals og ritunar. Mat felst í verkefnum, munnlegum og skriflegum prófum.