Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424792173.5

    Spænska millistig A2
    SPÆN1AU05
    26
    spænska
    evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig a2
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendur dýpka þekkingu sína í málfræði og menningu spænskumælandi þjóða. Einnig eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig um almenn atriði daglegs lífs í ræðu og riti. Þeir eru þjálfaðir í réttritun, framburði og lesskilningi. Mikil áhersla er lögð á hlustun og munnlega tjáningu.
    10 feiningar á 1. þrepi í spænsku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • auknum orðaforða sem tengist m.a. endurminningum og framtíðaráformum
    • flóknari atriðum málfræðinnar
    • mannlífi, menningu og siðum í spænskumælandi löndum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um efni sem hann þekkir ef talað er skýrt og greinilega
    • lesa ýmiss konar texta um efni sem tengjast áhugasviði nemandans
    • taka þátt í almennum samræðum, t.d. ræða um liðna atburði, áform og persónulegri reynslu með aðstoð viðmælenda
    • skrifa frásögn um ýmis efni í samræmi við orðaforða og málfræði áfangans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina upplýsingar um kunnugleg málefni í mæltu máli
    • lesa sér til ánægju bókmenntatexta af hæfilegu þyngdarstigi og stuttar tímarits- og blaðagreinar
    • taka þátt í samræðum og beita viðeigandi mál og samskiptavenjum
    • miðla efni sem hann hefur kynnt sér og miðla eigin þekkingu, skoðunum, tilfinningum, vonum og væntingum; útskýra og rökstyðja ákvarðanir og fyrirætlanir
    • skrifa um atburði, ímyndaða og raunverulega; skrifa samantekt um kvikmynd eða skáldverk
    Námsmatið endurspeglar þjálfun færniþátta í kennslu. Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþáttanna fjögurra: lesturs, hlustunar, tals og ritunar. Mat felst í verkefnum, munnlegum og skriflegum prófum.