Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424776718.84

    Þýska fyrir byrjendur – framhald A1.2
    ÞÝSK1AF05
    15
    þýska
    evrópski tungumálaramminn, framhald, stig a1
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Stefnt er að aukinni færni í orðaforða og málfræði fyrri áfanga. Lögð er áhersla á að nemendur lesi, bæði með kennara og sjálfstætt, stutta texta sem og létta lengri texta og setji sjálfir saman stutta texta sem tengjast lesefni áfangans. Lögð er áhersla á að nemendur tjái sig munnlega með orðaforða áfangans.
    5 feiningar í þýsku á 1. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum orðaforða áfangans til að mæta hæfniviðmiðum hans
    • helstu grunnþáttum málfræði og málnotkunar
    • helstu þáttum í menningu þýskumælandi landa
    • öllum helstu reglum um framburð tungumálsins
    • útbreiðslu tungumálsins, samskiptavenjum og siðum þýskumælandi þjóða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál, fyrirmæli kennara sem og samtöl og frásagnir sem flutt eru í kennslustundum
    • lesa og skilja einfalda texta
    • taka þátt í einföldum samræðum um afmörkuð efni sem hann þekkir, lýsa daglegu lífi og liðnum atburðum
    • skrifa stutta texta um kunnugleg málefni
    • beita málvenjum og málfræðireglum við hæfi í tali og ritun
    • nýta sér hjálpargögn, orðabækur í bókarformi og netið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina einfaldar upplýsingar um kunnugleg málefni í mæltu máli sem og rituðu
    • eiga í einföldum samskiptum á tungumálinu um afmörkuð málefni
    • miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á
    Námsmat endurspeglar þjálfun færniþátta í kennslu. Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþáttanna fjögurra (lestur, hlustun, tal og ritun). Mat felst í prófum og verkefnum, munnlegum og skriflegum.