Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424776506.66

    Þýska fyrir byrjendur A1.1
    ÞÝSK1AG05
    16
    þýska
    evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig a1
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Lýsing: Lögð er áhersla á að nemendur læri undirstöðuatriði tungumálsins. Þeir lesa stutta, einfalda texta og setja sjálfir saman stutta texta í tengingu við viðfangsefni áfangans. Nemendur tjá sig munnlega með orðaforða sem þeir öðlast í áfanganum og einnig hlusta þeir á þýskt efni og vinna með það.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • nægum orðaforða til að kynna sig, heilsa og kveðja og lýsa nánasta umhverfi sínu
    • helstu reglum um framburð tungumálsins
    • grunnatriðum málfræði og málnotkunar
    • þýska tungumálasvæðinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja einfalda texta
    • taka þátt í einföldum samræðum, um afmarkað efni og beita viðeigandi málvenjum
    • beita grunnreglum málfræði/málnotkunar í ritun og tali
    • skilja einfalt þýskt talað mál, fyrirmæli kennara og einfalt hlustunarefni áfangans
    • skrifa stutta texta um afmarkað kunnuglegt efni (efni áfangans)
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • eiga einföld samskipti á tungumálinu, bæði munnleg og skrifleg
    • lesa mjög einfalda texta sér til gagns og gamans
    • beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum tungumálsins
    Námsmat endurspeglar þjálfun færniþátta í kennslu. Framfarir nemenda eru stöðugt metnar og tekið er tillit til allra færniþáttanna fjögurra (lestur, hlustun, tal og ritun). Mat felst í prófum og verkefnum, munnlegum og skriflegum.