Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1424701715.57

    Félagsfræði þróunarlanda
    FÉLA3ÞR05
    19
    félagsfræði
    þróunarlönd
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur kynnast hugmyndum um skiptingu heimsins í þróuð lönd og vanþróuð. Farið er yfir þau hugtök sem hafa verið notuð um þróunarlönd og nemendur kynnast ólíkri merkingu þróunarhugtaksins. Fjallað er um menningu í þriðja heiminum og nemendur kynnast ólíkum kenningum um orsakir vanþróunar. Fjallað er um kosti þróunarsamvinnu, þátttöku Íslendinga í henni og gagnrýni á þessa samvinnu. Nemendur afla eigin upplýsinga um þróunarlönd og vinna úr þeim.
    FÉLA2KE05 eða samsvarandi áfangi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu viðfangsefnum og kenningum félagsfræði þróunarlanda
    • helstu skýringum á þróunarvanda
    • mismunandi tegundum þróunarsamvinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita mismunandi kenningum til að skoða þróun og þróunarsamvinnu
    • afla eigin upplýsinga um vanda þróunarlanda og vinna úr þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera grein fyrir þeim efnahagslegu- og félagslegu vandamálum sem ríki þriðja heimsins eiga við að etja
    • leggja gagnrýnið mat á mismunandi hugmyndir um þróun og vanþróun
    • meta ólíkar kenningar um vanda þróunarríkja
    • meta kosti og galla þróunarsamvinnu
    • taka gagnrýna afstöðu til umræðu um vanda þróunarlanda og misskiptingar í heiminum
    Þátttaka í áfanganum, próf, munnleg og skrifleg verkefnaskil, einstaklings- og hópverkefni.